05 maí 2012

Rannveig syndir boðsund


Við Rannveig fórum á sundmót í dag, þar sem hún keppti í fimm greinum (100 m. skrið, bak, fjór, 50 flug og 4*50 m boð-skriðsund). Hún stóð sig alveg svakalega vel, en það eru þrír mánuðir síðan hún keppti síðast í 100 m greinum (hennar aldursflokkur keppir oftar í 50 m). Bætingin var mikil, rúmar 17 sekúndur í þessum þremur 100 m greinum og hún hélt flugsundstímanum sínum.

Svo rústaði liðið hennar riðlinum í 4*50 metrunum og voru í sjötta sæti í heildina þar. Á myndbandinu má sjá Rannveigu stinga sér til sunds og synda þessa 50 metra. Takið eftir þulinum kynna hana, þeim þykir alltaf voðalega erfitt að segja "Arnarsdottir". Það er stelpa að æfa með Rannveigu sem á pottþétt eftir að verða eitthvað stórt í sundinu, hún er ótrúlega snögg! Hún synti fyrsta sprettinn og náði sumsé þessu forskoti sem sést á myndbandinu - Rannveig er búin að snúa við þegar sést í næsta keppanda...

2 ummæli:

  1. Æðislega gaman að sjá frænku synda...ekkert smá fljót, ég hefði ekki roð í hana....Til hamingju elsku Rannveig mín:-)

    SvaraEyða
  2. Hún er svoddan snillingur, þessi elska! Búin að lesa allar siðustu færslur en það er dvo mikið mal að kommenta i gegnum sima svo þetta verður að duga ;) Johannes a kannski ekki framtiðina fyrir ser sem ninja, en sem grimugerðarmaður - ja!!! Gott að lesa frettir af ykkur, hlakka til að heyra i þer.
    Fannsa

    SvaraEyða

við elskum comment!