16 maí 2012

Västergötland

Nú styttist óðum í sumarfríið okkar! Ég fer í frí um mánaðarmótin maí-júní, Addi nokkrum dögum á eftir mér og Rannveig og Jóhannes 13. júní. Við ætlum svo í svolítið ferðalag þegar við verðum öll komin í sumarfrí, en við höfum leigt litla "stugu" á Västergötland. Þetta er eldgamalt hús, byggt átjánhundruðogeitthvað, án rennandi vatns og því lítið um lúxus í þessu fríi.


Hér er kort af Västergötland, það er sumsé svæðið sunnan við Väneren, sem er "hitt" stóra stóra vatnið í Svíþjóð. Bústaðurinn er sunnan við Lidköping, rétt hjá bænum Vara, sem er merktur inn á kortið. Um tveggja tíma akstur er til Gautaborgar og nokkrir kílómetrar til Skara sommarland, sem Rannveig er búin að panta að fá að fara til. Það er risastór skemmtigarður, vatnsleikjagarður og svo framvegis. Það á sumsé að eyða einum degi þar. Svo förum við og böðum í Väneren (engin sturta í bústaðnum) og fleiri náttúrulegum baðstöðum, heimsækjum kannski Gautaborg og svo bara það sem okkur dettur í hug. Mig langar náttúrulega líka til að fara til Uddevalla og Fjällbacka, þar sem fyrstu bækur Camillu Läckberg gerast - en þær hafa verið lesnar hér á heimilinu til að bæta sænskukunnáttuna.


Hér er svo mynd af húsinu. Voðalega sætt, 60 fm hús. Við kjósum reyndar að líta svo á að þetta sé advance tjald, þar sem við erum alls ekki á leiðinni í hefðbundið sumarhús með öllu tilheyrandi! Þarna verðum við í viku og hlökkum mikið til!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!