06 maí 2012

Södertälje

Við mæðgur eyddum deginum í gær í Södertälje, litlum bæ suðvestur af Stokkhólmi. Við þurftum að fara í Tunnelbana, Tvärbana, Pendeltåg og strætó til að komast á leiðarenda. Ég hafði aldrei komið þangað áður og bjóst satt best að segja ekki við miklu. Bærinn hefur verið svolítið í fréttunum hérna fyrir allskonar ofbeldiverk og átök á milli gengja. Um 40% íbúanna eru innflytjendur og talað um bæinn sem "slömm". Þetta er iðnaðarbær og t.d. á Scania höfuðstöðvar og aðalverksmiðju.

Ég sat á hörðum sundlaugarbekk mestallan daginn og stelpan í lauginni, en í kærkomnu hádegishléi fórum við út með nestið okkar og fórum svo í göngutúr um miðbæ Södertälje. Þar sá ég þessa skemmtilegu Volvo dráttarvél, minnti mig svolítið á Gamla Zetorinn í Ásgeirsbrekku - en aldrei hef ég heyrt um Volvo dráttarvél áður!


Svo vorum við allt í einu komnar í Kringluna, stóra verslunarmiðstöð. Bara allt eins og heima!


Svíar eru miklir jafnréttissinnar og ég fann mig knúna til að smella mynd af þessu skilti:


Þessari mynd stal ég af netinu, en það var álíka fallegur dagur í gær og við sáum einmitt nokkur skip. Fallegur bær, á sem rennur um hann miðjan, mikið af kaffihúsum og veitingastöðum, kósí öðruvísi búðir, second hand og allt mjög snyrtilegt. Ég sendi krakkann svo í upphitun og settist á kaffihús með íslenskri æskuvinkonu sem býr einmitt í Södertälje. Átti þar notalega stund og spjall áður en ég þurfti að færa mig á harða bekki sundlaugarinnar. Addi er svo á leiðinni þangað núna með dömuna til að klára síðustu tvær greinarnar.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!